Þjónustuver 441-0000

Gott að vita

Gott að vita

Frístundaþjónusta

Félagsmiðstöðvar (5.-10.bekkur) Kópavogs starfa undir frístunda- og forvarnardeild sem tilheyrir Menntasviði Kópavogsbæjar. Skipulagning og framkvæmd starfsins er veigamikill þáttur í starfsemi deildarinnar. Félagsmiðstöðvarnar eru níu talsins og er stefna Kópavogsbæjar að félagsmiðstöðvar starfi í öllum skólahverfum bæjarins.

Hlutverk félagsmiðstöðva er að bjóða upp á markvisst tómstunda- og forvarnarstarf undir handleiðslu fagfólks. Börnum og unglingum býðst frístundaþjónusta þar sem lögð er áhersla á lýðræði, virka þátttöku, uppbyggingu sjálfsmyndar, ánægju og gleði.Frístundaklúbburinn Hrafninn (5.-10.bekkur) er frítímaþjónusta fyrir börn og unglinga með sérþarfir. Starfsemi hefst við lok skóladags og lýkur kl. 17:00 alla virka daga. Opið er í vetrarfríum, jóla- og páskaleyfum og á starfsdögum grunnskóla frá kl. 8:00-17:00. Markmið frístundaklúbbsins er að veita börnum og unglingum öruggt athvarf og bjóða þeim upp á skipulagðar tómstundir við hæfi hvers og eins. Leiðarljós starfseminnar eru fagleg vinnubrögð, foreldrasamstarf og virðing fyrir einstaklingnum.   Á sumrin býður Hrafninn upp á heilsdags námskeið ætlað börnum og unglingum á aldrinum 6-15 ára auk gæslu frá kl. 8:00 - 9:00 og 16:00 - 17:00. Unglingar í Hrafninum  geta einnig sótt um í Vinnuskóla Kópavogs í samvinnu við forstöðumann Hrafnsins. Viðfangsefni sumarnámskeiðanna eru fjölbreytt líkt og sundferðir, útivist, ýmsar stuttar ferðir innan og utan bæjarmarkanna og heimsóknir á önnur sumarnámskeið.

Sumarstarf frístunda- og forvarnardeildar er í formi námskeiða þar sem ýmislegt er í boði, meðal annars hjólanámskeið, siglinganámskeið og smíðanámskeið. Sumarnámskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 9-12 ára. Einnig eru í boði sértæk tómstundaverkefni og starfstengd tilboð fyrir börn, unglinga og ungmenni með sérþarfir. Götuleikhús félagsmiðstöðvanna er sumarverkefni fyrir 16 og 17 ára ungmenni. Þar fá þau  tækifæri til að vinna að listsköpun á sviði sviðslistar.  Nánar um sumartilboð í Kópavogi má finna á vefsíðunni, sumar.kopavogur.is
Þetta vefsvæði byggir á Eplica