Stafrænar opnanir yfir hátíðina í Fönix
Vegna hertra samkomutakmarkana og fjölda smita höfum við ákveðið að fara í stafrænar opnanir yfir hátíðina. Þær virka þannig að við hittumst á forriti sem heitir Discord og þar erum við með Fönix server. Á honum eru nokkrar spjallrásir opnar og þær verða eingöngu opnar á opnunartímum Fönix. Það verða starfsmenn á öllum spjallrásum. Kennslumyndband um hvernig á að sækja appið og komast á serverinn okkar er á instagraminu okkar, @felagsmidstodinfonix. Því miður eigum við ekki myndbandið sjálf og getum því ekki deilt því með öðrum leiðum.
Í kvöld er opið á Discord
klukkan 19:30-22 og þá verður jólaspurningakeppni og munu fleiri
félagsmiðstöðvar í Kópavogi taka þátt. Við auglýsum svo á instagram og
heimasíðunni hvernig dagskráin og
opnunartímar munu líta út milli jóla og nýárs. Strax eftir áramót munum við svo
funda um stöðuna og sjá með hvaða hætti opnanir verða á nýju ári.