Fréttir
Forvarnarvika Félkó 2021
Í forvarnarvikunni er fræðslukvöld mánudaginn 4.október (ekki 6.október eins og kemur fram á auglýsingu en kvöldið var fært vegna ferðar 8.bekkjar á Vatnaskóg). Fjallað verður um kynhneigðir, kynvitund, intersex og fjölást.
Þriðjudaginn 5.október ætlum við svo í heimsókn í Hinsegin félagsmiðstöðina. Unglingarnir hafa fengið sendan link til að skrá sig og hægt er að gera það til klukkan 15:00 samdægurs.
Miðvikudaginn 6.október verður svo opið hús en boðið verður upp á Kahoot spurningakeppni um Hinsegin málefni sem fjallað var um á fræðslukvöldinu.