Þjónustuver 441-0000

Fréttir

Desember dagskráin hálfnuð

Nú er desember dagskráin okkar hálfnuð og hefur veðrið aðeins sett strik í reikninginn hjá okkur. Þar sem gefin var út gul viðvörun síðastliðinn mánudag var fólk beðið um að vera ekki á ferli, sér í lagi börn og ungmenni, milli klukkan 16-22 þá sendum við út tilkynningu og báðum fólk að virða aðvörun slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Við frestuðum því dagskrá dagsins og sameinuðum ljótu jólapeysukeppni og kakó saman við föndurkvöld og smákökur á miðvikudeginum í sömu viku. Það má því segja að við höfum jólað yfir okkur það kvöld. Fyrsta vikan var hátíðartengd þó að megi deila um það en þá voru haldin tvö ólík spilakvöld, en margir tengja einmitt spil við jólin þar sem fjölskyldur og vinir hittast og spila yfir hátíðarnar. Bæði var gripið í hefðbundin borðspil og spilastokk og svo spiluð ,,mennsk" útgáfa af spilinu Clue. Þar eiga unglingarnir að flakka milli herbergja í skólanum og leita að vísbendingum og komast að því hver framdi morð, í hvaða herbergi og með hvaða vopni. 

Núna framundan eru svo stærri viðburðir en við ætlum í bíó nk. föstudag á frumsýningu myndarinnar Mortal Engines (við minnum á að skráning er nauðsynleg), í næstu viku verður bæjarferð og síðasti viðburðurinn fyrir jól verður hið árlega jólaball Salaskóla og Fönix. Við þökkum svo fyrir árið sem er að líða og hlökkum innilega til þess næsta með heimsins bestu unglingum í Fönix. Þetta vefsvæði byggir á Eplica